Tix.is

Event info

Íslenska fluguveiðisýningin verður haldin þann 21. mars næstkomandi í Háskólabíói og síðan árlega. Íslenska fluguveiðisýningin er sjálfseignarstofnun og verður öllum hagnaði af sýningunni varið í þágu meginmarkmiðs sýningarinnar sem er að standa vörð um íslenska náttúru og dýralíf með áherslu á vernd og uppbyggingu villtra ferskvatnsstofna, þá einkum lax, urriða og bleikju.

Önnur markmið Íslensku fluguveiðisýningarinnar eru að stuðla að vandaðri umræðu og fræðslu um verndun villtra ferskvatnsstofna og að efla samfélag fluguveiðimanna hér á landi.

Sýningin verður í Háskólabíói.
Dagskrá:
15:00               Húsið opnar - fluguveiðisýning í anddyri
17:30-18:15     Málstofa og pallborðsumræður um sjókvíaeldi í stóra sal
18:15-18:30     Sýnishorn úr mynd Icelandic Wildlife Fund og vinningsmynd IF4 2017 „The Hidden“ sem tekin var upp hér á landi sýnd í stóra sal
19:00               Iron Fly fluguhnýtingarkeppni í anddyri
20:00               Uppboð á veiðileyfum og veiðivörum í stóra sal
20:30               IF4 kvikmyndahátíðin í stóra sal (2 klst.)

Miðaverð

Almennt verð í forsölu           2.500kr
Almennt verð við hurð           2.900kr
Börn 3-12 ára                         1.500kr
Eldri borgarar og öryrkjar      1.500kr