Tix.is

Event info

Ungar athafnakonur (UAK) halda ráðstefnu tileinkaða ungum konum í íslensku atvinnulífi og fá til liðs við sig áhrifafólk, ráðherra og erlenda gesti. Markmiðið er að gera stjórnendum fyrirtækja, stjórnmálamönnum og ungu fólki í atvinnulífinu á Íslandi grein fyrir kröftum vel menntaðra og reynslumikilla kvenna ásamt mikilvægi þess að hlustað sé á kröfur þessa öfluga hóps hvað varðar atvinnutækifæri.

Fundarstjóri: Edda Hermannsdóttir

Meðal gesta verða Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Ægir Már Þórisson, Stefanía G. Halldórsdóttir, Ari Kristinn Jónsson, Rannveig Rist, Salvör Nordal, Alda Karen Hjaltalín, Laura Kornhauser og Eliza Reid forsetafrú.

Þar til konur og karlar standa jöfnum fótum í íslensku samfélagi munu Ungar athafnakonur starfa áfram og vinna að jafnrétti með fræðslu, umræðu og hvatningu. UAK er ekki tilbúið til þess að bíða eftir því að hlutirnir breytist. Við viljum taka þátt í breytingunni og leggja okkar af mörkum til þess að skapa samfélagið sem við viljum búa í.

Nánari upplýsingar