Tix.is

Event info

Tvö dýrðleg kvöld í röð ætlar hljómsveitin Moses Hightower að fremja tónleika á Húrra: Föstudagskvöldið 2. mars, og laugardagskvöldið 3. mars.

Platan þeirra, Fjallaloft, er ennþá ylvolg, því auk titillagsins hafa „Feikn“, „Trúnó“, „Snefill“ og nú síðast „Geim“ gert það skrambi gott á öldum ljósvakans. Vel valin lög af Annarri Mósebók og Búum til börn munu svo slæðast með og fullkomna kvöldin.

20 ára aldurstakmark