Tix.is

Event info

Snjóbretta- og tónlistarhátíðin AK Extreme verður haldin dagana 5.– 8. apríl á Akureyri.

Hátíðin er haldin Hlíðarfjalli og í miðbæ Akureyrar, nánar tiltekið í Gilinu, Sjallanum og Græna Hattinum.

Hápunktur AK Extreme verður Eimskips gámastökkið í Gilinu á laugardagskvöldið 7. apríl en þar koma saman færustu snjóbrettamenn Íslands ásamt erlendum keppendum þar sem þeir keppa um AK Extreme titilinn og hringinn. 

Opnunarpartý AK Extreme verður haldið á Græna hattinum 5. apríl húsið opnar kl: 20:30 ATH helgarpassinn gildir ekki í opnunarpartýið

Öflug tónleikadagskrá verður í boði í Sjallanum föstudaginn 6. og laugardaginn 7. apríl en þar koma fram:

Aron Can, Emmsjé Gauti, JóiPé X Króli, Birnir, Úlfur Úlfur, Flóni, GDRN, KÁ-AKÁ, Young Karin, DJ SURA, Yung Nigo Drippin og fleiri….

Athugið:18 ára aldurstakmark.