Tix.is

Event info

Bryndís Schram er kvöldgestur Hannesarholts fimmtudagskvöldið 1. febrúar næstkomandi. Við könnumst öll við hana frá ýmsum æviskeiðum: ballerína, fegurðardrottning og leikkona, kennari, skólameistari og sjónvarpsstjarna, tungumálanörd, rithöfundur og þýðandi (og eiginkona umdeilds stjórnmálamanns).

En hver er hún sjálf?

Bryndís býður gestum til stofu og lítur yfir farinn veg, eins og henni er einni lagið. Bryndís gefur Hannesarholti vinnu sína. Hún býður uppá vínglas í hléi.

Opið í veitingastofunum á undan, gleðistund (happy hour) frá 17-19, lifandi tónlist frá 18.30-20, Pálmar Ólason á píanóinu. Borðapantanir fyrir kvöldverð í síma 511-1904 og á hannesarholt@hannesarholt.is