Tix.is

Event info

Ronnie James Dio (f. 10. júlí, 1942 – d. 16. maí, 2010) var bandarískur tónlistarmaður sem starfaði meðal annar með hljómsveitunum Rainbow, Black Sabbath og sveit sinni Dio. Hann var þekktur fyrir kraftmikla rödd sína og fantasíukennda textagerð. Tónlistarferill hans var einstakur og spannaði meira en 50 ár en hann gaf út 10 plötur gerði 7 tónleikaplötur og tók þátt í ótal verkefnum. Hann ásamt Jimmi Bain og Vivian Campell voru forsvarsmenn Here N‘ aid verkefnisins, sem var samstarfsverkefni margra af stærstu stjörnum þungarokksinns á þeim tíma um að gefa út lagið We‘re Stars til að safna peningum til styrktar bágstaddra í Afríku. Ronnie James Dio lést úr magakrabba 16. Maí 2010

Það þarf varla að taka fram að Dio hafði mikil áhrif á tónlistamenn um allann heim og íslenskir rokkhundar eru þar engin undantekning.

Það verða tekin helstu lög Ronnie James Dio og það má segja að þar mun sannur þungarokksaðdáandi ekki verða fyrir vonbrigðum því að fyrir utan bandið sitt Dio þá mun nokkur Black Sabbath og Rainbow lög óma um sali. Seiðkarlar með sverðir skildi. Regnbogar í myrkri Hornin upp og illir draumar! Um ár er liðið síðan þessi sveit heiðraði Dio á Græna Hattinum og Hard Rock en þá var stappfullt og allt beinlínis brjálað.

Hlökkum til að sjá ykkur

Stefán Jakobsson – Söngur
Hörður Halldórsson – Gítar
Sumarliði Helgason – Bassi
Hans Friðrik Hilaríus Guðmundsson – Orgel/Hammond
Haukur Pálmason - Trommur