Tix.is

Event info

Heiðurs - og minningartónleikar Leonard Cohen voru haldnir í Reykjavík og á Akureyri í febrúar, apríl og maí árið 2017 en hinn goðsagnakenndi Leonard Cohen féll frá 82 ára að aldri þann 7.nóvember 2016. Uppselt var á alla þrjá tónleikana í Reykjavík, sem fram fóru á Rosenberg heitnum og fullt hús söng með í tvígang á Græna Hattinum á Akureyri og vöktu tónleikarnir vægast sagt mikla athygli landsmanna.

Vegna gífurlegrar eftirspurnar hefur hljómsveitin, leidd af söngvaranum Daníel Hjálmtýsson (þgf.) ákveðið að halda tónleika í hinu sögufræga menningarhúsi IÐNÓ að Vonarstræti 3 í Reykjavík hvítasunnudaginn 20.maí 2018. Að þessu sinni hyggur hljómsveitin á að flytja seinustu plötu Leonard Cohen, You Want It Darker, í heild sinni auk þess að flytja rjómann af því besta sem eftir Leonard Cohen liggur. Hljómsveitin fékk til liðs við sig meðlimi úr karlakórnum Þrestir á tónleikum sínum í Reykjavík og meðlimir Karlakórs Akureyrar deildu sviðinu með sveitinni á Akureyri. Ekkert verður til sparað að þessu sinni og mun hljómsveitin fá til liðs við sig kór ásamt strengjasveit til að fullkomna flutninginn.

Í salnum verður sætafyrirkomulag í borðauppstillingu og allt gert til að gera kvöldið sem notalegast fyrir gesti.

You Want It Darker varð svanasöngur Leonard Cohen og hans 14.hljóðversplata. Platan, sem unnin var í samstarfi við son Cohen, Adam og fleiri velunnara, kom út þann 21.október, aðeins 19 dögum fyrir andlát meistarans. Verður flutningur hennar í Iðnó án efa merkilegur viðburður og má gera ráð fyrir því að ekki hafi áður verið lagst í slíkan flutning. Hvorki hér á landi né erlendis.

Þess ber einnig að geta að í júní á þessu ári eru 30 ár síðan Leonard Cohen sjálfur heimsótti Íslendinga og hélt tónleika í Reykjavik.

Daníel Hjálmtýsson sér um túlkun á Leonard Cohen en hljómsveitina skipa þau Berg Einar Dagbjartsson (trommur), Guðrúnu Ýr Eyjförð/GDNR (söngur/bakraddir), Ísold Wilberg (söngur/bakraddir), Magnús Jóhann Ragnarsson (píanó, hljómborð og orgel), Reyni Snæ Magnússon (gítar) og Snorra Örn Arnarson (bassi). Strengjasveit og kór.

Dagskrá kvöldsins:
20.00 - Tónleikasalur opnar
20.30 - Tónleikar hefjast
You Want It Darker flutt í heild sinni.
21.30 - HLÉ
21.50 - Tónleikar hefjast að nýju : Allt það besta frá ferlinum.  
ca. 23.00 - Tónleikum lýkur.

Miðasala hefst á Tix.is fimmtudaginn 1.febrúar nk. kl. 10.00.

Iðnó býður upp á kvöldverðarseðil og hægt er að panta borð í kvöldverð (utan tónleikasals og áður en tónleikar hefjast) í s. 888-8800 www.idnorvk.is

Lengi lifi minning Leonard Cohen