Tix.is

Event info

Útgáfu plötunnar Margt býr í þokunni með tónlistarmanninum Snorra Helgasyni verður fagnað 17. janúar nk. á tónleikastaðnum Húrra við Tryggvagötu. Á plötunni má finna safn 10 laga sem Snorri hefur samið við íslensku þjóðsögunar. Á tónleikunum koma fram ásamt Snorra þeir Örn Eldjárn, gítarleikari, Guðmundur Óskar Guðmundsson, bassaleikari og Hjörtur Ingvi Jóhannsson ásamt litlum kór sem syngur í nokkrum laganna. Hús opnar kl. 20 og miðaverð er einungis 2000 kr.

Úr dómi Arnar Eggerts Thoroddsen og Andreu Jóns um Margt býr í þokunni á Rás 2.

„Það sem ég tek eftir, er að lögin hérna eru vel samin. Tíminn hefur unnið með Snorra. Þau eru pæld, unnin í hörgul, vel samsett og úthugsuð. Flest þeirra eru einföld og tiltölulega látlaus en þar liggur einmitt áskorunin. Það þarf vissu völundarins til að sníða út vel heppnaðan þriggja mínútna alþýðubrag, þar sem sá stakkur er fremur þröngur. Snorri er kominn á þann stað. Hann kann þetta og getur þetta. Margt býr í Snorra."