Tix.is

Event info

Hljómsveitin Queens of The Stone Age, leidd af hinum litríka Joshua Homme, hefur gefið út sjö hljóðversplötur yfir sinn 20 ára feril. Sú síðasta, Villains, kom út í ágúst sl. og hefur fengið mikið lof í tónlistarpressunni um allan heim. Til heiðurs og í tilefni tvítugsafmælis þessarar mögnuðu sveitar, ætlar hópur íslenskra tónlistarmanna að taka sig saman AFTUR og flytja allt það besta sem sveitin hefur gefið út síðustu tuttugu árin, AFTUR en hópurinn lék efni sveitarinnar fyrir troðfullum Gauk þann 21.október sl. og var stemmingin vægast sagt frábær. Flutt voru og verða lög af öllum hljóðversplötum Queens of The Stone Age!

Queens of The Stone Age heimsótti Ísland árið 2005 og hélt tónleika í Egilshöll ásamt vinum sínum í hljómsveitinni Foo Fighters en einn söngvari sveitarinnar, Mark Lanegan, sem komst ekki með árið 2005, hélt tvenna tónleika í Fríkirkjunni árið 2013. Ásamt Lanegan hafa meðlimir sveitarinnar talið á um annan tug þekktra tónlistarmanna en þar ber einna helst að nefna Dave Grohl, Nick Olivieri og Joey Castillo. Núverandi meðlimir (auk Homme) eru þeir Troy Van Leeuwen, Jon Theodore, Michael Shuman og Dean Fertita.

Tónleikarnir fara fram á Gauknum, Tryggvagötu 22 í Reykjavík laugardaginn 20.janúar 2018. Tónleikar hefjast klukkan 22.30.

Hljómsveit kvöldsins:
Birkir Rafn Gíslason - Gítar
Daníel Hjálmtýsson - Söngur
Hálfdán Árnason - Bassi
Helgi Rúnar Gunnarsson - Gítar
Ragnar Ólafsson - Söngur/Hljómborð og gítar
Skúli Gíslason - Trommur

Fylgist með á Facebook https://www.facebook.com/events/129620474380532/