Tix.is

Event info

Umbra flytur forn og ný jólalög í Laugarneskirkju. Á efnisskránni verða meðal annars sjaldheyrð jólalög frá miðöldum og önnur þekktari líkt og God rest ye merry Gentlemen og Coventry Carol. Einnig munu lög eftir tónskáldin Báru Grímsdóttur og Hreiðar Inga hljóma ásamt gömlum íslenskum jólalögum í útsetningum Umbru . Kyrrð og hugljúf stemning mun ríkja á tónleikunum sem fara fram við kertaljós.

Tónlistarhópurinn Umbra var stofnaður haustið 2014. Hópurinn hefur skapað sinn eigin hljóðheim sem hefur fornan blæ og er útkoman áhrifamikil og töfrandi.

Umbra eru:
Alexandra Kjeld: kontrabassi og söngur,
Arngerður María Árnadóttir: orgel, keltnesk harpa og söngur,
Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir: fiðla og söngur,
Lilja Dögg Gunnarsdóttir: söngur og flauta

Gestaspilarar á tónleikunum verða:
Þórdís Gerður Jónsdóttir, selló og söngur,
Matthías M.D. Hemstock, slagverk