Tix.is

Event info

Í tilefni af 40 ára afmæli Grease kvikmyndarinnar verða haldnir stórglæsilegir tónleikar með tónlist úr myndinni í Háskólabíói.

Það er ekki að ástæðulausu að Grease hefur um áratuga skeið verið ein allra vinsælasta mynd í heimi og var langvinsælasta og tekjuhæsta mynd ársins 1978. Ástæðan er einfaldlega sú að Grease er sjúklega skemmtileg mynd með frábærri tónlist sem nánast hvert einasta mannsbarn kann utan að. Platan með tónlistinni seldist í bílförmum og samkvæmt síðustu tölum úr kraganum hafa 28 miljónir eintaka selst.

Á þessum tónleikum verður ekkert til sparað til að gera upplifun og skemmtun gesta sem mesta. Það dugar því ekkert minna en að fá fjóra af bestu og hæfileikaríkustu söngvurum landsins í þetta verkefni.

Þau sem fram koma eru:

Jónsi
Jóhanna Guðrún
Jógvan Hansen
Stefanía Svavars

Ásamt hóp dansara og 8 manna hljómsveit.

Hver man ekki eftir lögum eins og:
You’re the One That I Want // Greased Lightning
We Go Together // Summer Nights
Born To Hand Jive // Hopelessly Devoted to You

Ekki láta þetta einstaka tækifæri framhjá þér og þínum fara.

I got chills, they're multiplying…