Tix.is

Event info
Jólatónleikar Hljómsveitarinnar Evu í IÐNÓ

Færri komust að en vildu á síðustu jólatónleika Hljómsveitarinnar Evu, enda vandfundin sú eðal kósístemming sem Eva býður uppá.
 
Soltið glens, soltil nostalgía, kannski soltill leynigestur, en aðalega bara ullarsokkar, mandarínur og uppáhaldsjólalögin í umvefjandi hásakynnum IÐNÓ og leyfi til að lygna aftur augunum og láta jólaandann hríslast um sig með mandarínubát í munninum.
 
Hljómsveitina Evu skipa þær Vala Höskuldsdóttir og Sigga Eir Zophoniasardóttir og þeim til halds og trausts verður Steindór Ingi Snorrason á gítar.

Miðaverð 3500 kr. og 1500 kr. fyrir börn.