Tix.is

Event info

Það er orðin hefð hér í höfuðborginni fyrir jólatónleikum söngkonunnar Kristjönu Arngrímsdóttur og eru þessir tónleikar hjá mörgum ómissandi hluti jólaundirbúningsins, - þetta rólega og afslappaða yfirbragð og einfaldleiki sem æ fleiri kunna að meta í amstri aðventunnar. Í ár verða tónleikarnir laugardaginn 16.desember kl.16.00 í Fríkirkjunni í Reykjavík.

Með Kristjönu verða börn hennar, þau Ösp Eldjárn söngkona og Örn Eldjárn gítarleikari, sem bæði hafa haslað sér völl í tónlistinni og komin í fremstu röð ungs tónlistarfólks hér á landi og auk þeirra leika með þeir Hjörtur Yngvi Jóhannsson  á píanó og Jón Rafnsson á kontrabassa. Á dagskránni eru lög af jólaplötu Kristjönu, „Stjarnanna fjöld“, sem kom út árið 2014 auk fleiri jóla- og aðventusöngva. Sérstakur gestur á þessum jólatónleikum er hin þekkta söngkona Guðrún Gunnarsdóttir.