Tix.is

Event info

Það þarf nú ekki að kynna Chris Cornell fyrir nokkrum manni. En þann 16.nóvember árið 2012 flutti sami hópur þekktustu lög Chris Cornell bæði með Soundgarden, Audioslave, Temple of the dog og sömuleiðis frá sólóferlinum, sem og þeir ætla að gera aftur í ár. En Cornell er talinn einn forsprakki grunge rokksins á níunda áratugnum og hefur selt yfir 15 milljónir platna. Sömuleiðis hefur hann verið tilnefndur til 14 Grammy verðlauna og unnið þau tvisvar.

Eins og flestir vita féll hann fyrir eigin hendi fyrr á þessu ári, einungis 52 ára að aldri. Og ætlum við að koma saman þann 18.nóvember á Hard Rock og flytja allar hans helstu perlur. Talið verður í Can´t Change Me, Like A Stone, Spoonman, You Know My Name, Moth og auðvitað Black Hole Sun.

Takmarkað magn miða er í boði svo fyrstur kemur fyrstur fær.

Fram koma: Stefán Jakobsson - Söngur
Dagur Sigurðsson - Söngur
Jóhannes Eiðsson - Söngur
Stefán Gunnarsson - Bassi
Sigurður Stein Matthíasson - Trommur
Helgi Reynir Jónsson - Gítar & raddir
Þórður Gunnar Þorvaldsson - Gítar og raddir

Hljómsveitarstjóri: Helgi Reynir Jónsson
Uppsetning: Haukur Henriksen