Tix.is

Event info

CYBER gefa út sína fyrstu breiðskífu ásamt Sticky Plötuútgáfu föstudaginn 13.október. Í tilefni af því ætla skúzurnar að halda útgáfutónleika samdægurs til þess að frumflytja nýja efnið.

Á staðnum verður hægt að kaupa merch sem var sérstaklega hannað fyrir útgáfuna af Grétu Þorkelsdóttur

Um upphitun sér Young Karin svo það er um að gera að mæta snemma!

Platan er unnin í samstarfi við fjölmargt tónlistarfólk og munu nokkur þeirra stíga á svið með CYBER

Um er að ræða:
Emmsjé Gauti
HATARI
Karó
Geimfarar
McBlær

CYBER er samstarfsverkefni þeirra Sölku Valsdóttur, Jóhönnu Rakelar og Þuríðar Kristínar Kristleifsdóttur. Hljómsveitin kom fyrst fram í íslenskri tónlistarsenu síðasta haust með útgáfu á sinni fyrstu smáskífu að nafninu CRAP sem hlaut mikið lof frá gagnrýnendum og var nefnd meðal bestu plata ársins 2016 á yfir 10 árslistum. Síðan þá hefur hljómsveitin leyst út þriggja laga smáskífuna BOYS, en hún var fyrsta plata ársins þar sem hún var gefin út eina mínútu yfir miðnætti á nýju ári, og singúlinn DADDY. CYBER eru þekktar fyrir spennandi sviðsframkomu, einstaklega vandaða fagurfræði og tilraunastarfsemi í rapptónlist. HORROR er fyrsta breiðskífa CYBER.