Tix.is

Event info

Örfáir miðar eftir kl. 17:00 aukatónleikar kl. 20:00 komnir í sölu!

Söngstjörnurnar Guðrún Gunnars og Friðrik Ómar syngja jólalög Ellyjar og Villa á glæsilegum jólatónleikum fyrsta sunnudag í aðventu. Karl Olgeirsson stjórnar 12 manna hljómsveit og útsetur. Sérstakir heiðursgestir eru Svanhildur Jakobsdóttir og Ragnar Bjarnason. Einnig stígur á svið Skólakór Kársness undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur. Ein vinsælasta íslenska jólaplatan frá upphafi ELLY OG VILHJÁLMUR SYNGJA JÓLALÖG frá árinu 1971 verður flutt í heild sinni en allir þekkja lög eins og Jólin alls staðar, Hvít jól, Jólasnjór, Jólin koma, Litla jólabarn, Jólaklukkur og svo mætti lengi telja. Það má því búast við einstakri stund þar sem fluttar verða jólaperlur Ellyjar og Villa auk þekktra jólalaga meðal annars í flutningi Ragnars og Svanhildar. Já þessi gömlu góðu!

 Framleiðandi: Rigg viðburðir