Tix.is

Event info

Bjarni Ara fagnar í ár 30 ára söngafmæli með stórtónleikum í Háskólabíói. Með honum á sviðinu verður frábær hljómsveit og flutt verða lögin sem Bjarni hefur sungið inn í hjörtu landsmanna síðustu þrjá áratugi.

Karen, Bara ég og þú, Það stendur ekki á mér, Sól á síðdegi, Beautiful Maria of my soul og mörg lög ELVIS PRESLEY verða að sjálfsögðu á dagskránni.

Meðlimir hljómsveitarinnar eru:
Þórir Úlfarsson leikur á hljómborð og stýrir hljómsveitinni
Gulli Briem á trommur
Friðrik Karlsson á gítar
Jóhann Ásmundsson á bassa
Grétar Örvarsson á hljómborð
Jóel Pálsson á saxafón
Kjartan Hákonarson á trompet

Auk þess verða bakraddasöngvarar og góðir gestir á sviðinu.

Bjarni sló í gegn þegar hann sigraði í Látúnsbarka keppni Stuðmanna árið 1987, 16 ára gamall. Úrslit keppninnar fóru fram í Tívolí í Hveragerði og í beinni útsendingu í sjónvarpi allra landsmanna. Bjarni hefur gefið út sjö breiðskífur, sungið lög á fjölmargar safnplötur, sungið með Milljónamæringunum, komið fram í ótal sýningum og tónlistarviðburðum en hefur aldrei verið betri en einmitt nú..