Tix.is

Event info

Hljómsveitin Uggla tjaldar öllu til

Hljómsveitin Uggla gaf nýverið út EP plötuna Straum og ætlar af því tilefni að halda veglega útgáfutónleika í Litla sviði Borgarleikhússins 14. október klukkan 21.00

Straumur inniheldur fjögur lög sem öll hafa fengið spilun á öldum ljósvakans og komst lagið Hillerød til að mynda á topp 10 á vinsældalista Rásar 2.

Auk þessara fjögurra laga mun Uggla leika fjölmarga tilvonandi smelli úr smiðju hljómsveitarinnar.

Heidatrubador sér um upphitun og kynnir á tónleikunum verður Orri Þórðarson.

Ýmsir vinir sveitarinnar hafa aðstoðað við gerð plötunnar og verða með á tónleikunum.

Andrés Þór Gunnlaugsson mun leika á Pedal steel
Flóki Árnason mun leika á hljómborð
Andrés Björnsson, Finnbogi Óskarsson
Atli Týr Ægisson munu þenja lúðra.

Miðaverð 3600