Tix.is

Event info

Fyrsta sólóplata Björgvins Gíslasonar, Öræfarokk, kom út árið 1977, eða fyrir 40 árum.

Af því tilefni ætlar Björgvin að flytja hljómplötuna í heild sinni ásamt stórskotaliði íslenskra tónlistarmanna en þeir eru Björn Jörundur Friðbjörnsson, Ásgeir Óskarsson, Haraldur Þorsteinsson, Guðmundur Pétursson og Jón Ólafsson.

Öræfarokk vakti mikla athygli þegar hún kom út enda var Björgvin í fremstu röð íslenskra hljóðfæraleikara og hafði meðal annars verið meðlimur í hinum vinsælu hljómsveitum Pelican og Paradís. Auk tónlistarinnar af Öræfarokki leika Björgvin og félagar hans þekktustu lög og annað áhugavert.