Tix.is

Event info
Vertu hjartanlega velkomin/n í KakóRó á miðvikudagskvöldum frá kl. 20-22 í yogasal Oddsson Hostel, Hringbraut 121. 

Við munum drekka 100% hreint kakó frá Guatemala og róa líkama, huga og sál með hugleiðslu, öndunaræfingum, tónlist og slökun. Kjörnum okkur og tökum á móti vetri með mýkt og ró. Öll munum við síðan sofa eins og englabossar um nóttina. Bæði kynin eru velkomin og engin reynsla af hugleiðslu er nauðsynleg. 

KakóRó kostar 3900 krónur. Einungis 12 pláss eru í boði og því nauðsynlegt að kaupa miða fyrirfram. Ef einhverjar spurningar vakna er þér velkomið að hafa samband í gegnum tölvupóst á kakomedkamillu@gmail.com. Yogasalur Oddsson Hostel er staðsettur á 4. hæð og best er að taka lyftuna upp og fara síðan beint til vinstri inn ganginn.

Kakóið sem við drekkum kemur frá regnskógum Guatemala og er sannkölluð súperfæða. Cacao innheldur yfir 1000 virk efni, mesta magn magnesíum og andoxunarefna nokkurrar plöntu í heiminum, króm, theobromine, manganese, sink, kopar, járn, C vítamín, omega 6 fitusýrur, tryptophan, og serótónin svo eitthvað sé nefnt. Það inniheldur PEA, efni sem við framleiðum þegar við verðum ástfangin. PEA skerpir líka fókus og athygli. Anandamide, sem einnig er þekkt sem "the bliss chemical" hefur aðeins fundist í einni plöntu - Cacao.

KakóRó leiðir Kamilla Ingibergsdóttir yogakennari en hún hefur stundað yoga og hugleiðslu um árabil. Hún kynntist kakóinu frá Guatemala fyrst í maí 2016 og hefur síðan notað það til að dýpka hugsleiðslu og tengjast inn á við. Hún hefur haldið reglulegar kakóathafnir, kakóhugleiðslur og KakóRó í Jógastúdíó í Vesturbænum og yogasal Oddsson. 

Nokkur góð ráð fyrir KakóRó:
-Borðaðu bara léttan kvöldmat og helst nokkrum tímum áður en KakóRó byrjar. Það er líka í boði að fasta.
-Ekki er ráðlagt að drekka mikið kaffi sama dag og athöfnin fer fram.
-Áfengi og kakó fara ekki mjög vel saman og því ráðlagt að drekka ekki áfengi kvöldið áður. 
-Klæðstu þægilegum fatnaði. Það eru teppi og púðar á staðnum.
-Láttu mig vita ef þú tekur inn geð- eða hjartalyf og ég get ráðlagt hvort eða hversu mikið kakó gott er að drekka. 
-Komdu með opin hug og settu þér jafnvel ásetning ef það er eitthvað sem þú vilt vinna sérstaklega með.