Tix.is

Event info

Karl Orgeltríó heldur glæsilega útgáfutónleika til að fagna útgáfu plötunnar Happy Hour með Ragga Bjarna. Hinn síungi Raggi Bjarna er í fantaformi þessa dagana en ásamt honum munu söngkonurnar Salka Sól, Ragga Gröndal, Sigga Eyrún og Heiða Ólafs koma fram.

Karl Orgeltríó skipa þeir Karl Olgeirsson orgelleikari, Ásgeir Ásgeirsson gítarleikari og Ólafur Hólm trommari. Þeim til halds og trausts verða blásararnir Haukur Gröndal og Snorri Sigurðarson. Nú þegar hafa lögin Ladyshave og hið geysivinsæla I’ve Seen It all ratað á vinsældarlista. Þetta verða ógleymanlegir tónleikar þar sem öllu verður til tjaldað.

Karl Orgeltríó og Raggi Bjarna ásamt Sölku Sól

Karl Orgeltríó á Facebook