Tix.is

Event info

Vandræðaskáldin Sesselía Ólafsdóttir og Vilhjálmur B. Bragason halda í tónleikaför og munu á leið sinni koma fram á hinum alræmda Græna Hatti, en þau hafa ekki gerst svo fræg fyrr.

Á tónleikunum sem bera yfirskriftina „Vandræðaskáld vega fólk“ gera Vandræðaskáldin einmitt það, halda út á veginn og vega fólk og meta, en vega það þó ekki nema nauðsyn beri til. Vopnuð sínum kolsvarta húmor og hárbeittri þjóðfélagsádeilu ætla þau að fjalla um lífið, ástina og dauðann á sinn einstaka hátt. Á ferðalaginu er ekkert heilagt og Vandræðaskáldin hika ekki við að segja óborganlegar og óviðeigandi sögur, grípa til hyldjúprar heimspeki og að vitna í bílaleiguna Hertz.