Tix.is

Event info

RUMOURS - Til heiðurs FLEETWOOD MAC

Föstudagskvöldið 1. september nk mun föngulegur hópur íslenskra tónlistarmanna stíga á svið í Bæjarbíó Hafnarfirði og flytja tónlist Fleetwood Mac, einnar allra vinsælustu hljómsveitar rokksögunnar.

Ferli Fleetwood Mac má gróflega skipta í tvennt. Upphafstímabilið þar sem blústónlistin var allsráðandi og höfuðpaur sveitarinnar, hinn magnaði Peter Green réð ríkjum, og svo tímabilið sem hófst þegar Stevie Nicks og Lindsey Buckingham gengu í hljómsveitina. Hljómplatan Rumours kom út árið 1977 og sló sannarlega í gegn því hún sat í efsta sæti Billboard listans í Bandaríkjunum samfleytt í 7 mánuði. Rumours er fjórða söluhæsta hljómplata sögunnar og hefur selst í meira en 45 milljónum eintaka enda inniheldur hún ódauðleg lög eins og Don't Stop, Dreams, Go Your Own Way, Songbird og Second Hand News.

Á tónleikunum flytur hópurinn meistaraverkið Rumours í heild sinni ásamt úrvali vinsælustu laga Fleetwood Mac. Má þar nefna Little Lies, Albatross, Black Magic Woman, Hold Me, Seven Wonders, Gypsy, Big Love, Tusk og Rhiannon.

Um sönginn sjá RAGNHEIÐUR GRÖNDAL, MAGNI, SALKA SÓL OG ALMA RUT.

Hljómsveitina skipa Einar Scheving (trommur), Eiður Arnarsson (bassi), Kjartan Valdemarsson (hljómborð) og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson (gítar, raddir)