Tix.is

Event info

Eyjólfur "Eyfi" Kristjánsson hélt tónleika á Rosenberg í Reykjavík 6. maí s.l. fyrir troðfullu húsi, þar sem hann flutti lög sín frá 30 ára ferli ásamt hljómsveit og gestum.

Leikurinn verður endurtekinn laugardagskvöldið 9. september og mun Eyfi njóta stuðnings sömu hljómsveitar og munu sérstakir gestir heiðra hann með nærveru sinni, en þau Bergþór Pálsson, Sigrún Waage og Björn Jörundur Friðbjörnsson mæta öll aftur á sviðið. Eftir Eyfa liggja fjölmörg lög, sem slegið hafa í gegn og má þar t.d. nefna "Ég lifi í draumi", Álfheiður Björk", "Danska lagið", "Nína", "Ástarævintýri ( á Vetrarbraut )", "Allt búið", "Dagar", "Góða ferð", "Breyskur maður" og mörg fleiri.

Öll þessi lög munu hljóma við undirleik frábærra tónlistarmanna, en með Eyfa á sviðinu verða þau Benedikt Brynleifsson á trommur, Haraldur Þorsteinsson á bassa, Einar Örn Jónsson á hljómborð og bakraddir, Ingi G. Jóhannsson á gítar og bakraddir og Guðrún Gunnarsdóttir í bakröddum.

Tónleikarnir hefjast kl. 22.00 og er miðasala hafin á tix.is. Borðapantanir eru í síma 551 2442 alla daga vikunnar.