Tix.is

Event info

Eru ballskórnir klárir?

Viðskiptaráð Íslands fagnar 100 ára afmæli sínu í ár og boðar af því tilefni til veislu þann 21. september í Hörpu.

Dagskrá aldarafmælisins verður hin glæsilegasta og hefst með fordrykk kl. 18.00. Þá taka við ýmis skemmtiatriði sem m.a. innihalda tónlist, myndbönd og sögustundir úr viðskiptalífi síðustu 100 ára, ásamt því að litið verður til áskorana og tækifæra framtíðarinnar. Veislustjóri kvöldsins er María Ellingsen, leikkona, leikstjóri og höfundur. Meðal framsögumanna verða Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Dominic Barton, forstjóri McKinsey & Company á heimsvísu, og munu þeir meðal annarra tryggja að kvöldið verði gestum lengi í minnum haft. Í boði er veglegur kvöldverður ásamt ljúffengum drykkjum. Dagskránni lýkur með dansleik sem stendur til kl. 01.00 en ballstjóri kvöldsins er enginn annar en Páll Óskar Hjálmtýsson.