Tix.is

Event info

Þá er komið að því, hljómsveitin Í Svörtum Fötum leikur á tónleikum í fyrsta skipti á Græna Hattinum Akureyri! Hljómsveitin, sem á eina af sínum rótum að rekja til höfuðstaðar Norðurlands og var þekkt fyrir sín svakalegu Sjallaböll á upphafsárum 21. aldarinnar, hefur ekki leikið opinberlega á Akureyri í mörg ár.

Nú er komið að því að bandið leiki tónleikadagskrá á Græna hattinum sem samanstendur af þeirra bestu og vinsælustu lögum laugardagskvöldið 10. júní kl. 20:00.

Af nægu verður að taka enda gaf hljómsveitin út fjórar breiðskífur þar sem þrjár af þeim seldust í bílförmum og fóru í gullplötusölu. Hljómsveitin sankaði einnig að sér fjölda verðlauna fyrir sína líflegu og kröftugu framkomu, var valin „Bestir á balli“ mörg ár í röð á Hlustendaverðlaunum FM957.