Tix.is

Event info

Dagurinn er orðinn lengri nóttinni og að lokum sigrar vorið veturinn. Þá heilsar Karlakór Reykjavíkur, árstíðinni með vorsöngvum sínum og leitast þannig við endurvarpa birtu hennar og yl til þeirra sem á hlýða.

Svo verður einnig í ár og sem fyrr í Langholtskirkju, nú dagana 24. 25. 26. og 29. apríl. Allir tónleikarnir eru klukkan 20:00 nema laugardagstónleikarnir eru klukkan 15.00. Þangað koma okkar ágætu styrktarfélagar og aðrir fylgjendur kórsins.

Á efnisskránni eru létt hefðbundin lög sem gjarnan hafa heyrst hjá okkur, en einng má finna gospelkennda tónlist og kórútsetningar þekktra erlendra dægurlaga. Þá verður frumflutt verk eftir Pál Pamphicler Pálsson, fyrrum stjórnanda kórsins og einn máttarstólpa íslensks tónlistarlífs á 20. öld.