Tix.is

Event info

Eftir að hafa verið með annan fótinn erlendis undanfarin misserí ætla meðlimir Árstíða að standa við nýarsheitið um að spila meira í heimahögum (Íslandi) og endurnýja kynnin við land og þjóð. Hljómsveitin lék síðast á Akureyri með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands á Aðventutónleikum árið 2014 og þar áður kom hún margsinnis fram á Græna Hattinum við góðan orðstír. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og hefur hljómsveitin m.a. hljóðritað tvær breiðskífur, eina í samstarfi við hollensku söngkonuna Anneke Van Giersbergen og aðra með hinum eina sanna Magnúsi Þór Sigmundssyni.

Á tónleikum verða leikin lög sem endurspegla 9 ára feril hljómsveitarinnar, sem og nokkur ný lög af væntanlegri hljóðversplötu Árstíða sem verður gefinn út næsta haust.