Tix.is

Event info

Útgáfutónleikar nýjustu plötu Bubba Morthens, Túngumál verða í Bæjarbíói, Hafnarfirði þann 17.ágúst næstkomandi!

Nú þegar eru 3 lög af plötunni komið í spilun á helstu útvarpsstöðvum landsins. Í  fyrta laginu “Sól bros þín”  er Bubbi á léttum nótum að fagna ástinni og sumrinu. Á eftir hafa svo fylgt "Ég hef enga skoðun" og "Maður margra galla".  Í lögunum, sem og á plötunni allri, einblínir Bubbi á að hafa flutning og hljóðfæraskipan eins lífrænan og völ er á. Má þess geta að allir gítarar sem hljóðritaðir voru, voru spilaðir af Bubba sjálfum. Hljóðheimurinn hefur sterkar vísanir í þjóðlagahefðir Mið- og Suður-Ameríku en er fyrst og fremst sköpunarverk Bubba og upptökustjórans Arnþórs Örlygssonar (Adda 800) sem unnu mjög náið saman í öllu upptökuferlinu.

Með Bubba á tónleikunum kemur fram hljómsveit skipuð flestum þeim sem spiluðu með honum á plötunni.

Húsið opnar kl. 19:30 og tónleikarnir hefjast 20:30.