Tix.is

Event info

Mugison og hljómsveit spiluðu á alltof fáum tónleikum þegar þau fylgdu eftir síðustu plötu kappans, Enjoy! fyrir síðustu jól. Það var mál manna og kvenna að hljómsveitin hafi aldrei hljómað betur, Rósa Sveinsdóttir bættist í hópinn í fyrra og spilar á saxafón. þá hafa þau Tobbi og Rósa tekið uppá því að radda einsog englakór í fallegu lögunum - og Addi og Guðni halda ballestinni einsog sannir skriðdrekar. Mugison er þekktur fyrir kraftmikla og einlæga sviðsframkomu - allt lagt í sölurnar á hverjum einustu tónleikum.

Þetta er einstakt tækifæri til þess að upplifa tónlist sem spannar allan tilfinningaskalann. Ekki missa af þessu!