Tix.is

Event info

Hljómsveitin Hvanndalsbræður fagnar á þessu ári 15 ára starfsafmæli og því ber að fagna vel og innilega. Já fyrir 15 árum hittust þeir Rögnvaldur, Valur og Summi blindfullir í miðbæ Akureyrar og ákváðu að það gæti verið ágætis leið til að komast á enn fleiri fylleri að stofna hljómsveit. Planið var að æfa reglulega og spila sem allra minnst opinberlega,strákarnir gáfu hljómsveitinni hallærislegt nafn og enn hallærislegri hljómsveitabúninga. Lopapeysur og flókahatta.

Vinsældir áttu að vera ómögulegar fyrir þetta band en allt kom fyrir ekki og hljómsveitin fór fljótlega að spila meira en góðu hófu gegnir, the rest is history! Með árunum bættist svo í fjölskylduna og samanstendur bandið í dag af Rögnvaldi, Summa, Val, Pétri, Arnari, Valmari og Gunnari Sigurbjörns. Þessir menn ætla að fagna afmælinu á Hard Rock Cafe í Reykjavík laugardagskvöldið 6. maí og þér er sannarlega boðið að taka þátt ....gegn afar hófu gjaldi auðvitað

Blóm og kransakökur afþakkaðar en ef þið eigið lítið notaða gorma þá væri það frábært.