Tix.is

Event info

Kór Breiðholtskirkju verður með tónleika í Dómkirkju Krists konungs í Landakoti miðvikudaginn 8. mars kl. 20. Kórinn fléttar þar sálma og messuliði úr Graduale við mótettur eftir Orlando til Lasso. Á tónleikunum verður einnig flutt nýtt kórverk, Lux aeterna, eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson. Innblástur þessa tónverks er flugsöngur íslenska hrossagauksins.

Mótettur di Lasso, ein fegurstu kórverk 16. aldar, voru gefnar út í München árið 1585. Textinn er úr Davíðssálmum. Grallarinn (Graduale), grunnrit um messugjörð í lúterskum sið, var hins vegar prentaður og gefinn út á Hólum í Hjaltadal árið 1594. Aðeins 9 ár skilja því að þessar útgáfur.