Tix.is

Event info

Leikfélagið Verðandi kynnir: Kalli og súkkulaðiverksmiðjan!

Þegar Villi Wonka ákveður að bjóða fimm heppnum börnum að heimsækja súkkulaðiverksmiðjuna sína felur hann fimm gullmiða inn í fimm Wonka súkkulaðistykkjum og sendir þau um allan heim. Þegar öll von virðist úti finnur Kalli, fátækur og góður strákur, óvænt fimmta og síðasta gullmiðann. Fjarstæði draumurinn hans Kalla rætist því skyndilega þegar hann og afi hans fá að heimsækja hina alfrægu súkkulaðiverksmiðju Villa Wonka. Þar bíða þeirra heldur betur ævintýri.

Breski rithöfundurinn Roald Dahl skrifaði söguna um Kalla og súkkulaðiverksmiðjuna árið 1964. Myndin "Willy Wonka and the Chocolate Factory" er byggð á sögunni hans Dahl og kom út árið 1971, árið 2005 kom út myndin "Charlie and the Chocolate Factory" í leikstjórn Tim Burton, byggð á sömu sögu. Leikfélagið Verðandi setur nú upp söngleikinn í sinni eigin útgáfu með glænýju handriti og frumsamdri tónlist.

Leikstjóri: Andrea Ösp Karlsdóttir
Höfundur leikgerðar: Andrea Ösp Karlsdóttir
Höfundur tónlistar: Baldur Ragnarsson
Textahöfundur: Sævar Sigurgeirsson
Danshöfundur: Berglind Ýr Karlsdóttir