Tix.is

Event info

Sváfnir Sigurðarson sendi frá sér plötuna Loforð um nýjan dag í desember 2016 og heldur nú glæsilega útgáfutónleika í Gamla bíó til að fagna útgáfunni.

Á tónleikunum leikur með Sváfni, hljómsveitin Drengirnir af upptökuheimilinu, sem var sérstaklega sett saman til að vinna að gerð plötunnar. Þeir eru: Eðvarð Lárusson, gítarleikari, Kristján Freyr Halldórsson, trommuleikari, Pálmi Sigurhjartarson, píanóleikari og Tómas M. Tómasson, bassaleikari en auk þeirra munu Haraldur V. Sveinbjörnsson tónlistarmaður og félagar úr Drengjakór Íslenska lýðveldisins slást í hópinn.

Platan hefur fengið fínar viðtökur og jákvæða dóma gagnrýnenda.

„Eitt af því sem gerir þessa vinnu þess virði eru plötur eins og þessar.“

Úr tónlistargagnrýni Arnars Eggerts á Rás 2

Þetta er fyrsta sólóplata Sváfnis sem hefur komið víða við í tónlist, ýmist sem flytjandi eða höfundur. Fyrst með hljómsveitinni KOL sem sendi frá sér geisladiskinn Klæðskeri Keisarans árið 1994. Sváfnir var um tíma meðlimur í dönsku hljómsveitinni Quite Frankly í og er annar söngvara og lagahöfunda í hljómsveitinni Menn ársins sem sendi frá sér samnefndan geisladisk árið 2008. Sváfnir hefur einnig samið tónlist við leiksýningar og stuttmyndir svo fátt eitt sé nefnt.

svafnir.bandcamp.com