Tix.is

Event info

Tappi gengur á ný á annarri öld eftir dvala, endurnærður og ánægður.

Tappi Tíkarrass tók til starfa árið 1981 og var í upphafi skipaður fjórum piltum sem nú eru orðnir menn. Söngkonan Björk gekk fljótlega til liðs við sveitina og voru þá söngvarar tveir, Björk og Eyþór Arnalds. Aðrir meðlimir voru þeir Guðmundur Gunnarsson, kallaður Frændi og Oddur Sigurbjörnsson sem léku á trommur, þó ekki samtímis heldur hver á fætur öðrum. Oddur fyrst og síðan Guðmundur. Eyjólfur Jóhannsson spilaði á gítar og Jakob Smári Magnússon á bassa.

Tappinn lagðist í dvala í Desember 1983 uppgefin og hræddur.

Nú er Tappi Tíkarrass semsagt vaknaður og kominn á upphafsreit ef svo má segja og er aftur orðinn strákaband ( eða mannaband ).

Meðlimir eru : 

Eyþór Arnalds , Guðmundur Þór Gunnarsson, Eyjólfur Jóhannsson og Jakob Smári Magnússon sem leika hver á sitt hljóðfæri nema Eyþór sem syngur.

Tappinn ætlar að spila ný lög í bland við nokkur gömul á Húrra 19. Janúar 2017.

Húrra fyrir Tappa - Tappi fyrir Húrra