Tix.is

Event info

Margrét Erla Maack heimsækir Akureyri þann 21. janúar og býður upp á tvenns konar danstíma í Átaki við Strandgötu. Um er að ræða seiðandi Burlesque og svo Beyoncé. Lofað er miklu stuði.

Danstímarnir eru sniðnir að byrjendum en henta fólki með alls kyns dansbakgrunn. Best er að vera í þægilegum fötum sem fólki líður vel í. Fótabúnaður í burlesque eru þægilegir hælaskór (ekki þó pinnahælar) en innanhússíþróttaskór fyrir Beyoncé. Margrét hefur kennt fólki frá 12-72 ára, fólk á öllum aldri er velkomið, en þó er 18 ára aldurstakmark í burlesque. Munið eftir vatnsflösku.

13:00 Beyoncé-unglingatími
14:00 Beyoncé
15:00 Burlesque

Margrét hefur kennt í Kramhúsinu í Reykjavík í tíu ár. Þetta er í fjórða sinn sem hún kennir dans á Akureyri og í hin skiptin hefur alltaf selst upp. Athugið að einungis 30 pláss eru í hverjum tíma. Árið 2013 var hún útnefnd besti danskennarinn á Reykjavík Dance Festival. Þar að auki var hún á tímabili sérlegur Beyoncé-kennari þýska handboltalandsliðs karla.

Í Beyoncé-tímanum verður farið í hinar ýmsu rassaskvettur, twerk og hin ýmsu spor sem Beyonce er þekkt fyrir. Í lok tímans verður kenndur dans.

Hvað er burlesque? Burlesque er skemmtiatriðastíll þar sem kynþokkinn er allsráðandi. Dita Von Tease er ef til vill þekktasti burlesque-dansari heims um þessar mundir. Farið verður yfir hinar ýmsu týpur sem hægt er að leika sér með, og léttur charleston-dans kenndur í lokin. Þó burlesque sé stundum stripp verður ekki strippað í tímanum. Margrét kemur fram undir nafninu Miss Mokki í burlesque-heiminum. Hún hefur komið fram með Skinnsemi - Fullorðinssirkus og er stofnandi Reykjavík Kabarett, sem mun heimsækja Akureyri í maí. Margrét kemur auk þess reglulega fram á The Slipper Room og House of Yes í New York og á Juliet's, The Pink Door og The Conservatory í Seattle.