Tix.is

Event info

Hvernig ætli raggítónlist hljómi með sinfóníuhljómsveit? Meikar það einhvern sens? Við Salka Sól, Steinunn Jóns og Gnúsi erum samfærð um að það sé geðveikt og mælum að þú mætir í Hof þann 4. febrúr eða Hörpu þann 25. febrúar. Þar mun hljómsveitin okkar Amabadama halda sína stærstu tónleika hingað til í samvinnu við SinfóníaNord. Platan okkar “Heyrðu mig nú” ferður flutt í heild sinni ásamt glænýju efni í nýjum raggísinfónískum útsetningum.

Rugga, rugga, rugga, því ég(?) vil reggí, reggí, reggí í
líkamann, jaman, aftan í og að framan.
Við erum Amabadaman, hristum okkur saman!

SinfóníaNord er með ferskan nútímalegan stíl. Sveitin leikur inn á kvikmyndir og hljómplötur, spilar með tónlistarmönnum úr öllum geirum tónlistarflórunnar og heldur háklassíska sinfóníutónleika þess á milli. Hún hefur átt í samstarfi við Árstíðir, Todmobile, Dimmu, Pollapönk, Steve Hackett ( úr Genesis), Ólaf Arnalds, Eivöru Pálsdóttur, Gretu Salóme og Dúndurfréttir svo eitthvað sé nefnt. Nú vinnur hún með einni vinsælustu hljómsveit Íslands, AMABADAMA.

Reggíhljómsveitina Amabadama skipa þau Gnúsi Yones, Salka Sól, Steinunn Jóns, Andreds, Björgvin, Ellert, Hannes, Höskuldur og Ingólfur. Hljómsveitin hefur verið á flugi síðan lagið Hossa hossa kom út árið 2014. Platan sem fylgdi í kjölfarið sló í gegn, enda náðu fjögur lög af henni fyrstu sætum vinsældarlistanna. Árið 2015 fékk hljómsveitin Íslensku tónlistarverðlaunin sem nýliðar ársins, en hún þykir sérstaklega skemmtileg á tónleikum þar sem gleði, kraftur og húmor ráða ríkjum.