Tix.is

Event info

Tónleikaröð norðlenskra kvenna í tónlist sem tileinkuð var lofti, sjó og landi sló heldur betur í gegn nú í haust. Tónlistarkonurnar fylltu hvert húsið á fætur öðru og hlutu mikið lof fyrir skemmtilega og einlæga nálgun á lögum tengdum sjómennsku, sveitarómantík og hernámsárunum. Laugardaginn 25. febrúar munu tónlistarkonurnar stíga á svið í Hamraborg og flytja brot af því besta úr tónleikaröðinni. Sjómannavalsinn, Sveitaball og Það er draumur að vera með dáta eru meðal þeirra laga sem munu hljóma. Norðlenskar konur í tónlist lofa ógleymanlegu kvöldi, fullu af hugljúfheitum og skemmtun.

Fram koma

Ave Sillaots, harmonikka
Ásdís Arnardóttir kontrabassi og selló
Ella Vala Ármannsdóttir, kornett
Helga Kvam, píanó
Kristjana Arngrímsdóttir, söngur
Lára Sóley Jóhannsdóttir, söngur og fiðla
Þórhildur Örvarsdóttir, söngur