Tix.is

Event info

Lærdómshringir ! Fullorðinsfræðsla!

Námskeið fyrir þjálfara, kennara, stjórnendur og almenning sem vill nýta sér aðferðafræði fullorðinsfræðslu.

Finnur Þ. Gunnþórsson og Kári Gunnarsson bera fram aðferðir sem virka róttækt til þess að styrkja sameiginlegan þroska hópa í átt til árangurs. Íþróttalið, kennarar, stjórnendur og vinnustaðir eru háðir árangri heildarinnar. Hvernig byggir maður upp traust og nær fram einlægum samskiptum og sameiginlegri þroskaaukningu? Hvernig nýtir maður ímyndunaraflið til þess að hafa sameiginlegan og einstaklings drifkraft til að sigrast á áskorunum? Hvernig verður þú færari í því að hvetja hina og fylgjast með lærdómsferlinu? Snýst það um traust?

Hvað er það sem við tökum sem gefnu? Hverju getum við tekið eftir sem við erum ekki vön að taka eftir?

Sjálfstæði, framfarir og tilgangur! Sigrastu á hindrunum með hinum !

Lærðu og beittu aðferðafræði fullorðinsfræðslu og stjórnunar sem er byggð á mannúðarsálfræði til þess að ná árangri með hópum sem þú ert í ábyrgð gagnvart.

Kennararnir hafa áralanga reynslu af því að vinna að mannúðarstörfum í opinberri þjónustu.

Finnur er menntaður í alþjóðlegum viðskiptum og stjórnun og hefur sinnt uppbyggingu hvatningarnámskeiða og fullorðinsfræðslu frá því 2006 – m.a. námskeiðum fyrir atvinnulausa eftir holskeflu bankahrunsins.

Kári er menntaður í mannvistarfræðum og hefur sinnt samskipta leiðsögn fyrir stóra hópa faglegra félagasamtöka svo sem sambands sveitarfélaga, kvenfélaga og fleira sem tengist mannúðarmálum.

Ef þú hugsar ekki aðeins um hagnað í peningum, heldur ástina, lífið og tilganginn þá er þetta námskeiðaröð sem þú mátt alls ekki láta fram hjá þér fara. Hvert námskeið er sjálfstætt framhald!