Tix.is

Event info

Frumuppfærsla á áður ósýndu verki eins helsta leikskálds Íslendinga. Hvað er fjölskylda? Hvað er heimili? Áhrifamikið og óvenjulegt verk.

Þjóðleikhúsið sýnir hið merka og óvenjulega verk Guðmundar Steinssonar Húsið, sem aldrei áður hefur verið sett á svið.

Páll og Inga eru vel stæð hjón sem eiga þrjá syni. Fjölskyldan flytur inn í nýtt og glæsilegt einbýlishús. Hjónin njóta þess að sýna vinum sínum nýja heimilið, en smám saman kemur í ljós að í húsinu stóra ráða ókennileg öfl sem þau mega sín lítils gegn. Fjarlægðin milli foreldranna og barnanna eykst, óboðnir gestir gera vart við sig og heimilið virðist vera varnarlaust.

Húsið er óvenjulegt verk, gætt miklum áhrifamætti. Á upplausnartímum í heiminum, þar sem við okkur blasir örvæntingarfull leit þjakaðs fólks að samastað, spyr það áleitinna spurninga um hverjir mega búa hvar. Guðmundur Steinsson (1925-1996) er eitt helsta leikskáld Íslendinga. Hann var framsækinn og metnaðarfullur höfundur og þekktustu verk hans, Sólarferð og Stundarfriður, öðluðust miklar vinsældir. Þjóðleikhúsið hefur áður sýnt eftirtalin leikrit Guðmundar: Forsetaefnið, Sólarferð (tvívegis), Stundarfrið, Garðveislu, Brúðarmyndina, Stakkaskipti og Lúkas.

Höfundur: Guðmundur Steinsson
Leikstjórn: Benedikt Erlingsson
Leikmynd: Snorri Freyr Hilmarsson

Leikarar: Kristbjörg Kjeld, Arnmundur Ernst, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Guðjón Davíð Karlsson, Ingvar E. Sigurðsson, Þórir Sæmundsson og fleiri

Sýnt á Stóra sviðinu.