Tix.is

Event info

Norðan þrír - á heimaslóðum

Tenorarnir Snorri Snorrason og Birgir Björnsson eru báðir fæddir og uppaldir Akureyringar og hafa sungið mikið saman við góðan orðstír, þeir hafa verið í söngnámi hjá Kristjáni Jóhannssyni stórtenór sem varla þarf að kynna frekar og því er alveg tilvalið að fá hann í lið með þeim sem gestasöngvara.

Undirleik á píanó annast Aladár Rácz og fiðluleik annast Matthías Stefánsson.

Karlakór Eyjafjarðar mun einnig stíga á stokk en í ár fagna þeir 20 ára starfsafmæli sínu og kemur kórinn fram ásamt stjórnanda sínum Petru Björk Pálsdóttur.

Stórskemmtileg dagskrá framundan sem enginn verður svikinn af og verður undir styrkri stjórn Skúla Gautasonar sem verður kynnir tónleikanna.