Tix.is

Event info

Þann 9. Febrúar 1961 komu Bítlarnir fram í fyrsta sinn í Cavern Club í Liverpool, en alls komu þeir þar fram 292 sinnum á ferli sínum. Hljómsveitin The Cavern Beatles,er að fullu styrkt og hefur sérstakt leyfi til að nota nafn Cavern Club. Hún er nú á leið til landsins, til að skemmta landanum með stórkostlegri sýningu sinni. Sveitin er ein fárra sveita í heiminum sem setur upp sýningu sína með aðeins fjórum tónlistarmönnum og styðjast hvorki við bakraddir né annað undirspil en þeirra sjálfra.

Sveitarmeðlimir eru ekki aðeins harðir Bítlaaðdáendur, heldur allir hæfileikaríkir tónlistarmenn og söngvarar, sem leggja sig alla fram við að ná karakter sínum á sviðinu. Þeir þykja ótrúlega líkir þeim fjórum fræknu og eiga það sameiginlegt að þeir hafa allir alist upp á sama stað……. Liverpool.

Sem sendiherrar “frægasta kúbbs í heimi” færa The Cavern Beatles ykkur tónlistina sem hefur haft áhrif á heilar þrjár kynslóðir. Fylgi sveitarinnar fer stöðugt vaxandi meðal allra aldurshópa og það að sjá The Cavern Beatles á sviði þykir nú vera það næsta sem þú kemst því að sjá upprunalegu goðin.

Dómar:

"A perfect imitation" "The new knights of deja vu"
SUNDERLAND ECHO DUNDEE COURIER

"The likenesses are striking - but the sound, the sound.... this could, indeed be the Beatles."
IRISH TIMES

"They have studied the mannerisms, gestures and expressions of their superstar subjects and they are accomplished singers and instrumentalists who manage to capture the musical feel of the original Fab Four"?
Former Beatles Press Officer - TONY BARROW