Tix.is

Event info

Reykjavík Cocktail Weekend er kokteilahátíð sem haldin er árlega í miðborg Reykjavíkur af Barþjónaklúbbi Íslands í samstarfi við fjöldann allan veitinga og skemmtistöðum í borginni.

Hátíðin er haldin í fjórða sinn dagana 3. - 7. febrúar.

Á meðan á hátíðinni stendur verður sérstakur Reykjvík Cocktail Weekend kokteil seðlar í boði á stöðunum 40 sem taka og verða þeir drykkir á sérstöku tilboðasverði.

Staðirnir munu bjóða fjölda viðburða tengda hátíðinni sem opnir eru öllum.

Barþjónaklúbburinn sjálfur stendur fyrir þremur stórum viðburðum sem opnir eru öllum og hvetjum við sem flesta til mæta.

Dagskrá:

Fimmtudaginn 4. febrúar - Gamla Bíó - Íslandsmót Barþjóna og kynningar helstu vínbirgja landsins á straumum og stefnum kokteilgerðarinnar.
Forkeppni í Íslandsmeistaramóti Barþjóna og Íslandsmóts með frjálsri aðferð í Gamla Bíó, samhliða því verða helstu vínbirgjar landsins með kynningar á sínum vörum.

Laugardaginn 6. febrúar - Center Hótel Plaza - Master Class
Hinir ýmsu fyrirlesarar munu veita okkur fróðleik um vín auk þess sem vínbirgjarnir verða með kynningar á sínum vörum.
Mjög áhugaverðir fyrirlesarar hafa þegar boðað komu sína, innlendir jafnt sem erlendir.

Sunnudaginn 7. febrúar - Gamla Bíó - Úrsitakeppni Reykjavík Cocktail Weekend, galadinner og ball.
Úrslitin úr öllum keppnum fer fram (top 4), auk þess sem að gala dinner fyrir keppendur, samstarfsaðila og aðra gesti verður.
Kvöldið endar svo á balli sem stendur fram eftir kvöldi og er aðgangur opinn fyrir almenning eftir kl 22.