Tix.is

Event info

Jólatónleikar Fóstbræðra 2015.

Karlakórinn Fóstbræður heldur jólatónleika í Norðurljósasal Hörpu laugardaginn 12.desember klukkan 17.00.
Flutt verða íslensk og erlend jólalög.

Söngstjóri: Árni Harðarson
Píanóleikari: Steinunn Birna Ragnarsdóttir
Einsöngvari: Auður Gunnarsdóttir

Karlakórinn Fóstbræður mun nú halda jólatónleika í Norðurljósasal Hörpu í annað sinn. Yfirskrift tónleikana „Stafa frá stjörnu“ er sótt í jólasálm Matthíasar Jochumssonar sem Árni Harðarson söngstjóri Fóstbræðra hefur samið lag við. Það lag var jólalag Ríkisútvarpsins árið 1998 í flutningi kórsins og er nú orðinn fastur liður á efnisskrá hans á aðventunni. Á efnisskrá tónleikanna í Hörpu eru hefðbundin innlend og erlend jólalög í bland við efni sem sjaldnar heyrist. Má þar nefna Ave Maríur eftir Franz Biebl og Anton Bruckner, Lux Aurumque eftir Eric Whitacre og sænsku jólalögin Betlehems stjärna eftir Alice Tegnér, Jul, jul, strålande jul eftir Gustaf Nordquist og När det lider mot jul eftir Rubin Liljefors.

Karlakórinn Fóstbræður hefur starfað samfleytt frá árinu 1916 og mun á næsta ári halda upp á 100 ára afmæli sitt. Meðal viðburða verða 100. vortónleikar kórsins í apríl, norrænt karlakóramót í maí og hátíðartónleikar í nóvember. Allir viðburðirnir verða í Hörpu. ?