Tix.is

Event info

Söngkvintettinn REYKJAVÍK 5 blæs nú enn á ný til Jólatónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík þann 6.desember nk.

Það var loksins að þessar elskur gátu haldið sig í sama landinu yfir hátíðarnar og þá er þetta auðvitað ekki spurning... þá skal "jólast" saman og gleðja sig og aðra með söng og almennum gleðilátum.

Kvintettin hefur starfað saman síðan 2004 með hléum og hann skipa söngelsku söngvararnir Aðalheiður Þorsteins, Gísli Magna, Hera Björk, Kristjana Stefáns og bassarnir Hafsteinn Þórólfsson og Þorvaldur Þorvaldsson sem skipta með sér verkum þegar annar er erlendis... og hinn heima. Með þeim á tónleikunum spila vaskir menn, Gunnar Gunnarsson á píanó, Scott McLemore á trommur og Þorgrímur Jónsson á kontrabassa. Þetta fólk lofar allt hiklaust dýrindis skemmtun.