Tix.is

Event info

Lúðrasveit Þorlákshafnar fagnar 40 ára afmæli í ár en hún var stofnuð árið 1984 og hefur starfað óslitið síðan og aldrei eins fjölmenn og nú, með 45 spilandi félögum. Verkefnin hafa verið gríðar fjölbreytt í gegnum tíðina og því ætlar lúðrasveitin að gera skil í sannkallaðri sunnlenskri stórtónleika afmælisveislu þann 13. apríl nk.

Dagskráin er afar metnaðarfull og verulega fjölbreytt en með lúðrasveitinni munu koma fram Skítamórall, Karlakór Selfoss, Jónas Sig og Vigdís Hafliðadóttir sem jafnframt er kynnir. Tónlistin er frá ýmsum tímabilum og eftir ólíka höfunda sem allir eru með tengingu við Suðurland og að stærstum hluta í nýjum útsetningum Össurar Geirssonar.

Lúðrasveit Þorlákshafnar og gestir lofa frábærri afmælisveislu laugardaginn 13. apríl kl. 15:00 í Íþróttamiðstöð Þorlákshafnar sem - eins og stundum áður - verður breytt í tónleikahöll.

Stjórnandi Lúðrasveitar Þorlákshafnar er Daði Þór Einarsson.