Tix.is

Event info

Oratorio de Noel eftir Saint-Saëns verður flutt af kammersveit, Kammerkór Seltjarnarneskirkju og einsöngvurum undir stjórn Stefan Sand, þann 24. febrúar 2024 í Seltjarnarneskirkju.

Einsöngvarar eru Vera Hjördís Matsdóttir sópran, Kristín Sveinsóttir mezzo sópran, Hildigunnur Einarsdóttir alt, Eggert Reginn Kjartansson tenór og Gunnlaugur Bjarnason baritón.

Kórstjóri Kammerkórs Seltjarnarneskirkju er Friðrik Vignir Stefánsson.

Tónleikarnir fara fram með stuðningi frá Seltjarnarnesbæ sem hluti af afmælishátíð bæjarfélagsins, Tónlistarsjóði Rannís og Félagi íslenskra hljómlistarmanna.

Camille Saint-Saëns skipaði sér sess meðal mikilvægustu tónskálda rómantíska tímabilsins fyrir framlag sitt til franskrar tónlistar og menningar. Verkin hans eru hátíðleg og einkennast af tjáningaríkum laglínum og meistaralega útsettum hljómsveita pörtum. Saint-Saëns hafði einstakt lag á að innlima fjölda stíla og áhrifa í tónlist sína. Áhrifa Saint-Saëns gætir enn til dagsins í dag en verk hans eru gjarnan flutt um heim allan. Saint-Saëns samdi Oratorio de Noel árið 1858 fyrir kór, fimm einsöngvara, strengjakvintett, hörpu- og orgelleikara. Verkið er framsetning og frásögn af fæðingu frelsarans í formi tónlistar. Verkið sem skiptist í tíu þætti, inniheldur texta úr Biblíunni auk latneskra sálma en einnig vers sem leiða framvindu sögunnar áfram. Í upphafi boðar hátíðlegur forleikurinn von og fegurð og gefur þar með tóninn fyrir það sem koma skal í seinni þáttum verksins. Hátíðlegur kjarni jólaguðspjallsins er fangaður í gegnum verkið allt með fögrum og svipmiklum laglínum sem sýna jafnframt fram á tilfinningalegar og andlegar hliðar sögunnar. Óratorían er að lokum leidd til sigurs í síðasta þætti verksins með glaðværum lokakór.