Tix.is

Event info

Þorrablót Miðbæjar og Hlíða fer fram laugardaginn 27. janúar 2024 í Origo höllinni Hlíðarenda.

Húsið opnar kl.18:30 og lokar fyrir matargesti kl.20:00 þegar borðhald og skemmtidagskrá hefst. Húsið opnar aftur fyrir ballgesti kl.22:30.

Jafnframt er hægt að kaupa miða bara á ballið sem hefst kl.22.30.

Múlakaffi mun framreiða hefðbundinn Þorramat ásamt ljúffengu steikar- og vegan hlaðborði.

Veislustjóri kvöldsins er okkar allra besti Siggi Gunnars. Sigga Beinteins og Stebbi Hilmars stíga á stokk og koma salnum í rífandi stemningu. Stemningshljómsveitin Stuðlabandið ætlar að ná öllum út á dansgólf og jafnvel rífa þakið af húsinu. Þegar Stuðlabandið byrjar verður erfitt að ráða við sig og dansgólfið fyllist!

Bæði er boði uppá að kaupa 10 manna borð í einu lagi og einnig er hægt að kaupa stök sæti á borðum á Þorrablótið.

Jafnframt er hægt að kaupa miða bara á ballið sem hefst kl.23.00.