Tix.is

Event info

HYLUR er rokkhljómsveit skipuð fjórum æskuvinum utan af landi sem fá útrás tilfinninga sinna með því að búa til lög og flytja þau með látum. Samkvæmt vísindalegum rannsóknum er lífsnauðsynlegt að losa um orku og gleyma amstri dagsins með því að mæta á tónleika, syngja, dansa og svitna í góðra vina hópi. HYLUR sér um að koma þér og þínum í gírinn og losa allt úr læðingi - drattastu á lappir og komdu með! HYLUR fagnar útgáfu á sinni fyrstu breiðskífu með tónleikum á Gauknum þann 15. september næstkomandi. Breiðskífan inniheldur 11 lög sem fjalla öll um sálarlíf hins innri manns - mannlegar hliðar tilverunar. Fyrstu sýni af plötunni hafa fengið frábærar viðtökur og lagið Midnight fór í 1. sæti á vinsældarlista X977 fyrr á þessu ári. Auk þess var sveitin tilnefnd í tveimur flokkum á Hlustendaverðlaununum 2022 sem Rokkflytjandi ársins og Nýliði ársins. HYLUR eru Hlöðver Smári Oddsson, Friðrik Örn Sigþórsson, Jón Glúmur Hólmgeirsson og Hinrik Þór Þórisson. HYLUR hefur getið af sér gott orð fyrir öfluga og hressandi sviðsframkomu og í þetta skiptið verður allt lagt í sölurnar. Þeim til halds og traust koma fram hljómsveitin Sóðaskapur og tónlistarkonan Fríða Dís ásamt hljómsveit sinni.