Tix.is

Event info

Pabbastrákar er nýtt íslenskt gamanleikrit þar sem nostalgía sígildra sólarlandaferða Íslendinga er sett á svið.

Það er sumarið 2007 og lífið er ljúft. Leiðir tveggja ólíkra karlmanna tvinnast saman á ströndum Playa Buena. Fjölskyldufaðirinn Ólafur hefur þaulskipulagt fríið til að styrkja tengslin við fjarlægan táningsson sinn. Allt fer úr skorðum þegar hann ruglast á töskum við sveimhugann Hannes, sem er á Playa Buena í allt öðrum erindagjörðum. Í þessari sólstrandarflækju þurfa tveir pabbastrákar að fóta sig í heimi kvartbuxna, krampa og karaoke-bara.

Hákon Örn Helgason meðlimur grínhópsins VHS og Helgi Grímur Hermannsson einn höfunda How to Make Love to a Man leiða saman hesta sína í verkinu, þar sem kómísku ljósi er varpað á sambönd sona og feðra.


Höfundar og flytjendur: Hákon Örn Helgason og Helgi Grímur Hermannsson
Tónlist og flutningur: Andrés Þór Þorvarðarson
Dramatúrg og meðhöfundur: Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir
Leikmynd og búningar: Aron Martin Ásgerðarson
Ljósahönnun: Magnús Thorlacius
Plakat & hönnun: Margrét Aðalheiður Þorgeirsdóttir
Framkvæmdastjórn: Sverrir Páll Sverrisson

Verkefnið er styrkt af Sviðslistasjóði.